27.1.2013 | 11:23
miklu fyrr....!!!
Réttara væri að segja um 6 ára aldur. Því börn með fötlun fara í svokallað skólamat árið sem þau byrja í fyrsta bekk grunnskóla og eftir það mat eru þau útskrifuð af Greingarstöð ríkisins. Punktur. Síðan gerist ekkert meir. Ef barnið þitt er ekki í talþjálfun eða iðjuþjálfun osfrv. þá er enginn sem fylgir því eftir inn í unglinga- og fullorðinsárin ef foreldri gerir það ekki. Sjálf er ég með fatlað barn sem var "útskrifað" af eftirfylgni fagfólks árið sem hún byrjaði í 6 ára bekk. Hún hefur ekki þurft á neinni utanaðkomandi aðstoð að halda s.s. þjálfun oþh. en ég stóð í sömu sporum með að vita hverjir vitsmunir hennar voru um 12 ára og þegar hún var 5 ára!
Ég fór því fram á e-s greiningu á BUGL og var niðurstaðan þar að hún væri verulega greindarskert en í framhaldi af þeim úrskurði þá hefði átt að senda hennar mál áfram til Greiningarstöðvar ríkisins en það var ekki gert. Svo líða árin og núna er hún að byrja í menntaskóla næsta haust og fyrir minn tilstuðlan þá óskaði ég eftir nýju mati til að það gæti fylgt henni inn í menntaskólakerfið svo hægt væri að óska eftir þeirri þjónustu sem hún kæmi til með að þurfa inn í skólann, þ.e. stuðningi. Eftir það mat kom í ljós að hún er á aldursbilinu 4-6 ára en lífaldur er á 16. ári.
Ég vil einnig koma því á framfæri til foreldra ungra barna með fötlun að þegar stúlkan mín var á leikskóla þá var hún greind þar með ADHD (athyglisbrestur með ofvirkni) en þar sem fagaðilanum þar fannst ekki þörf á "einum stimpli enn" eins og það var orðað, þá var hún ekki skráð í "kerfið" sem einstaklingur með ADHD. Ef það hefði verið gert, þá hefði það hjálpað henni í skólakerfinu því börn með ADHD þurfa mjög hnitmiðaða kennslu og jafnvel stuðning inn í bekk (líka þau ófötluðu með ADHD). Þannig að ef barnið þitt fær einhverja greiningu, láttu þá skrá hana í pappíra barnsins.
Góðar stundir
![]() |
Er pláss fyrir unga fólkið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)