Dagur 2

Orlando - Sunnudagur 6. apríl


Mamman vaknaði klukkan 07 í morgun við það hvað allt var hljótt. Fór fram úr og kíkti út. Kolniðamyrkur
eins og um hávetur á Íslandinu. Skreið uppí aftur.  Tinna Rós kom uppí 09:30 og vakti mig. Fórum á fætur
og fengum okkur morgunmat. Hún hið klassíska Cheerios án aukaefna með mjólk. Ég aftur á móti fékk endurlit
í barnæskuna þegar ég fékk mér marglitað Fredda Flinstone morgunkorn með fullt af litarefnum!! Ég bíð
alltaf spennt eftir að við fáum meira úrval af morgunkorni heima á Íslandi, en nei allt er bannað út af
litarefnum, samt er í lagi að selja bláa orkudrykki svo tungan verður blá. O, jæja. Við mæðgurnar fengum
smá skemmtiatriði yfir morgunmatnum þegar íkorni rauk yfir lóðina hjá okkur.

Restin af fjölskyldunni var komin framúr og kom þá í ljós að flassarinn okkar frá því í gærkvöld var ennþá
inni í sundlaugargarðinum. Þegar við sáum félaga hans, uppþornaðann og steindauðann þá ákváðum við Fjóla Dögg
að frelsa litla prinsinn. Náð var í rauðvínsglas og mamman, mikli froskaveiðarinn, handsamaði prinsinn í
glasið svo allir fengu að sjá. Síðan var garðurinn opnaður og prinsa veitt frelsi.

Ákváðum að keyra til Daytona þar sem veðrið lofaði ekki góðu hér í Orlando. Komum við á Vöffluhúsi og fengum
okkur morgunmat, aftur, en þá var klukkan að verða 12. Ég held ég haldi mig við jógúrt í morgunmat þegar heim
kemur, vöfflur með sýrópi heilla mig ekki en Jón skóflaði í sig "heilum tveimur" en var þá líka búinn að fá
nóg. Á bílastæðinu þar tók ég eftir skilti að ef ófatlaður leggur í stæði fyrir fatlaða þá þarf hann að punga
út 250$. Gott framtak hjá löggæslunni hér. Enda er maður alltaf að sjá lögguna hér tala við bílstjóra og löggan
er alltaf sýnileg.

Fengum gott ferðaveður til Daytona. Á leiðnni sáum við krókódila svamla í fjöruborði og vakti það mikla lukku,
hjá okkur öllum, fórum í Beach Store, verslun með allt fyrir "ströndina". Fengum smá kaupæði þar og skelltum
okkur síðan á ströndina. Á ströndinni má fara með bílinn og er hægt að keyra ströndina enda á milli svo
framarlega sem hraðinn er ekki meiri en 10 mílur.  Sandurinn var svo fínlegur að þegar við fórum af ströndinni
var hann enn fastur á okkur. Vorum komin tímalega í bílinn þegar rigning dundi á Daytona.
Keyrðum heim til Orlando í grenjandi rigningu. Eftir gærdaginn þá tengir Tinna Rós þrumur og eldingar við
rigningu. Hún var alltaf að spyrja á leiðinni hvort það væru komnar þrumur og eldingar. Henni varð að endingu
við ósk sinni. 

Pabbinn eldaði steikur fyrir okkur í kvöldmat sem smakkaðist mjög vel, með kartöflum og bernaise sósu.

Veðrið úti er ansi skuggalegt rigning og rok, þrumur og eldingar. Þrumugnýrinn er þvílíkur að það er eins
og verið sé að draga gám eftir þurru malbiki og svo drynur í húsinu. Ég vona bara að við fjúkum ekki á haf út!
Nei, bara að grínast eins og Tinna Rós segir.

Veðurspáinn er svona meira eða minna þann tíma sem við verðum hér svo við þurfum að skipuleggja ferðir okkar í
garðana mjög vel. Hlaupa af stað þegar styttir upp. Ef við fáum svona skítaveður á morgun líka þá ætlum við að
skella okkur í www.ripleysorlando.com Riple´s Believe It or Not. Þar er fólki sérstaklega bent á að taka með
myndavélar og taka myndir. Jamm enginn hætta á öðru!

Okkur finnst það soldið sérstakt að allt sjónvarpsefni er textað á ensku og finnst okkur það mjög fyndið.
Þetta er eins og að lesa handrit af leikriti. T.d. (maður 1 segir:) (Kona syngur í bakgrunni) allt textað,
líka lög sem eru spiluð undir myndinni eru textuð. Frekar fyndið í gær þegar Patsy Kline var að syngja gamlan
slagara og er að telja upp fylki í USA og söng svo hratt að textavélin hafði varla við.

Ástarkveðjur úr rokrassssssgatinu Orlando Florída, djók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að krakkarnir skemmta sér  en vonandi farið þið að fá betra veður, úff - þó að alvöru þrumur og eldingar séu líka skemmtilegar.

 Kv. Svafa og co.

Svafa (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:59

2 identicon

Gaman að "heyra" af ykkur en segi eins og Svafa vonandi fer veðrið að batna.

Bestu kveðjur úr snjónum á Seyðisfirði!!
Kolla og co.

Ps. Hæ Svafa!!

Kolla (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:01

3 identicon

Gott að heyra af ykkur. Ég sagði þér að maður fengi krampakast að sjá hillurnar með öllu morgunkorninu, fór líka aftur í tímann og fékk mér TRIX með miklum litarefnum.

Þú verður bara að fá smá mömmutíma í Michaels, algjört must.

Takið bara með regnhlífar í garðana, þetta eru bara skúrir suma dagana.

Er með ykkur í huganum.Ódýrar og góðar töskur á flóamörkuðunum, sé að þið eigið eftir að eyða góðum tíma í Outletunum..

Kv.héðan úr sólinni og 6 stiga hita..voða frískandi veður..

 Elva og co

Elva (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 14:09

4 identicon

Gleymdi alveg að þið ætluðuð að hafa tölvuna með!!!!!!!!
Frábært fyrir krakkana að sjá ekta þrumur og eldingar en það verður nú kannski leiðingjarnt.
Hlakka til að sjá myndirnar sem hafa verið teknar. Gætuð nú sett hingað smá sýnishorn hehe..
Láttu mig vita ef ég má (á) að senda á þig..............
kveðja úr snjónum og golunni (misgóða veðrinu) á Akureyri.

Alma (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 14:46

5 identicon

Sælar elskurnar

Mikid væri gaman að vera með ykkur. Sýnist á vedur kortinu ad þid faid betra vedur. þad er rigning og einmannalegt

svo kemur solin stundum tegar eg hugsa um ykkur. heillaoskir ykkur til handa med ferdina.

Kv. BOMBA 1

Ása BOMBA 1 (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband