11.4.2008 | 22:47
Dagur 8 - the BIG shopping day
Við Fjóla Dögg fórum í Outlet www.primeoutlets.com klukkan 10 í morgun og vorum til klukkan að verða 4 en þá var mamman alveg búin á því. Fjóla Dögg er orðin útskrifuð í verlsunarrölti og mamman er búin að missa sig í fatakaupum á ömmustelpurnar.
Fórum óvart í annað Outlet þegar Konni sótti okkur og versluðum pínulítið þar til viðbótar.
Konni, Jón og Tinna Rós voru á rúntinum í dag á meðan við mæðgurnar shoppuðum okkur til ólífs.
Í kvöld eru Konni, Fjóla og Jón að fara niður í Orlando Old Town (set inn www seinna) að sjá bílasýningu sem er yfirleitt þar á föstudags- og laugardagskvöldum. En í gærkvöldi fóru Konni og Fjóla á mótorhjólasýningu - fíflagangur á mótorhjólum þar sem aðeins var verið að keyra á einu dekki með farþega í ýmsum stellingum. Klikkað show. Jón minn var svo þreyttur að hann var bara heima hjá mömmu og var sofnaður 22:30 ZZZZzzzzz
Held ég láti þetta duga þar til á morgun.
P.s. Eftir gærdaginn þegar Fjóla Dögg fór í olíusólbað þá er hún eins og beikon sem gleymdist á pönnunni........ úps, á æ, á ,æ ó, ó.
Bestu kveðjur Ameríkuhreppi í 32c + hita.
Athugasemdir
svakalega hlakkar mig til að sjá tískusýningu frá ÖLLLUUUMMM ??? eða var ekkert keypt á frúna frekar en vant er hehe maður gleymir sjálfun sér svo oft.
sjáumst
Alma (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.