Dagur 9 - gættu að því hvar þú sest!

Orlando - laugardagur 11 apríl

Ég held að ég sé gengin vel upp að hnjám. Þvílíkt verslunarmaraþon í gær. Ég er alla vega búin að sjá það út að við
verðum að kaupa aðra tösku eða tvær. Ég er búin að versla í eina, Fjóla Dögg í eina og ég held að Jón sé að verða
búin að fylla í eina, hann er jú alltaf að kaupa eitthvað handa elskunni sinni. Það er svo gaman að fylgjast með
honum, alltaf að hugsa um Sunnu sína!

Ég hélt í gær að við værum búin með þetta verslunaræði en þá var ákveðið að fara í Wallmart í dag en þangað eigum við eftir
að fara og svo á ég auðvitað eftir að fara í Michaels, ég er að vísu við hliðina á henni á hverjum degi en hún er við
hliðina á Panera kaffihúsinu þar sem ég blogga! halló, hvað er í gangi! farðu þangað inn! Nei held ekki alveg strax
því þá þarf liðið að bíða eftir mér, og þó veit ekki hvað gerist í dag.  Alla vega þá ætlum við líka að fara í
www.old-town.com því þar er aftur bílasýning í dag fram á kvöld en Fjóla Dögg og Konni fóru þangað í gærkvöldi en
Jón minn var heima hjá mömmu sinni því hann var alveg búin eftir daginn í gær. Klukkan 11 í gærkvöldi var ennþá 27c+
hiti, fáránlegt, finnst ykkur ekki?

Núna er klukkan að verða hálf-tíu að morgni og liðið ennþá sofandi. Komin tími til að ræsa.

Gættu að því hvar þú sest! Það er ágætt að hafa það á bakvið eyrað í útlandinu. Fór út á verönd í gærkvöldi og ætlaði
að hlamma mér í stólinn "minn" eins og ég er vön að gera, en eitthvað sagði mér að kíkja áður! Var þá ekki kominn annar
froskaprins og töluvert stærri en sá fyrri, o, jæja ég var þá alla vega með félagsskap, ekki amalegt að sitja við
hliðina á prins og hlusta á söng engispretta! Við flest húsin hér í Orlando er búið að setja upp stálgrindarhús og
klæða það með þéttu neti svo stóru pöddurnar komist ekki inn, enda hugsa ég að það yrði mikið um hlaup ef "þyrlu"
flugurnar og engisprettur kæmust inn. Allt í lagi með froskana, þeir eru greinilega gáfaðri en flugurnar því þeir hafa
fundið sér örlítið gat neðst í hurðinni út í garðinn svo borða þeir líka pöddur. Þetta er líka ágætis vörn fyrir því að
litlir stubbar séu ekki að stinga af frá húsinu. Þetta net er líka útivið alla glugga svo að þó maður opni gluggann þá
komast kvikyndin ekki inn, færi frekar leiðinlegt að sitja á prívatinu og þurfa allt í einu að slást við reiðann íkorna!
Það eru nú meiri slagsmálahundarnir og svakalega stríðnir við hvorn annan. Við Tinna Rós fáum yfirleitt íkornabíó yfir
morgunmatnum og er virkilega gaman að sjá hvernig þeir haga sér.

Tinna Rós er orðin nokkuð "sleip" í enskunni, hún segir SKJÚSMÍ og talar svo á fullu við fólkið í búðunum. Svo bablar
hún reiðarinnar bísn á "útlensku" sem er íslenska með fullt af auka- K um og öðrum stöfum. Það er alveg frábært að
hlusta á hana tala. Annars er hún bara hress með allt þetta ráp en fer reglulega ÚT til að hlýja sér. Það finnst mér
alveg frábært því allar verslanir eru svo kaldar - því hver nennir að versla bullandi sveittur. Núna eru þær systur
í fótbolta inni með sundbolta og hlátrasköllinn og skríkirnir í Tinnu eru alveg til að gera mann máttlausan af hlátri.
Á gangingum í húsinu er handklæðaskápur og er svaka sport að fela sig í honum.

Fyrir þá sem eru að bíða eftir myndum en þær skipta hundruðum verða að bíða eftir því að við komum heim því það tekur
svo langann tíma að hlaða þær inn í gegnum netið. Ég verð sennilega í því hlutverki helgina eftir að við komum heim,
vona að þið getið hinkrað þangað til ;-}

Tips! það er mjög gott að halda til haga skókassa (því flestir kaupa sér nú skó í útlandinu) og safna í hann öllu
smádóti sem er keypt, þá er það allt á einum stað en ekki í öllum töskuvösum, kemur líka í veg fyrir að eitthvað
brotni.
Tips! vatn í flöskum frá Puplix er mjög gott heitir Spring Water og einnig vatn sem heitir Crystal Geysir en það fæst
í skvísum, bestu kaupin eru 24 í pakka, enda er það mjög fljótt að klárast, passið bara að vatnið sér "Sodium free".
Tips! mjög gott er að eiga kæliaugnmaskagrímu (við stelpurnar skiljum þetta) því hitinn yfir nóttina veldur því oft
að maður er eins og froskur um augun morguninn eftir ef vökvaflæðið í skrokknum er eitthvað brenglað.
Tips! það er líka mjög gott að eiga Kooling foot gel, myntugel sem gott er að bera á þreytta fætur á kvöldin rétt
fyrir svefninn.
Tips! mjólkin frá Publix með grænum eða bláum tappa er líkust létt- og nýmjólkinni heima á Íslandi. Minutemaid appelsínu-
djúsinn er mjög góður og líkur Trópikana sem fæst heima.
Tips! þeir sem hafa aðgengi að þvottavél þá er þvottaefnið Tide mjög gott og í uppþvottavélar Cascade - kubbar með gljáa
í - ekki taka plastið utanaf, það eyðist sjálfkrafa í þvottinum.
Tips! fyrir reykingafólk þá eru afmarkaðir staðir í öllum görðum og mollum, bannað er að reykja annars staðar. Mér sýnist
að Orlando sé næstum því reyklaus.
Tips! vegatollarnir eru hér og þar, muna að hafa nóg af 25 centum, byrja á því að kaupa eitthvað á flugvellinum þegar
þið lendið, bæði eru Change tollar þar sem maður getur fengið skipt, og körfutollar en þá kastar maður klinki í körfu
og bíður eftir grænu.
Tips! munið eftir bílahleðslutækjum, koma sér vel fyrir gsm og litla DVD spilara. Við höfum keypt þónokkuð af DVD myndum
og er ekkert mál að spila þá í DVD bílaspilara sem við keyptum í Elco heima og svo spyr fartölvan hvort ég vilji skipta um
svæði - reginion - og þá segir maður bara já.
Tips! setjið gamlar ljósmyndir á DVD diska og látið framkalla úti, ef brennari er í tölvunni þá er líka hægt að láta framkalla
það sem búið er að taka úti. Hægt er að fá framköllun í Wallgreens að mig minnir.

Nú er klukkan að verða hádegi og feðgarnir komnir á fætur. Erum farin út.
heyrumst síðar, xxxXXXxxx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. Vá hvað þú ert dugleg að blogga. Það er svo gaman að lesa allt frá þér.  Það er greinilega nóg hægt að skoða og gera þarna úti. Ég er farin að hlakka mikið til að fara með fjölskyldunni minni út! Omg, hvað Jón er yndislegur að hugsa svona um Sunnu.  Hann ætti að sjá hana núna, hún fékk að eyða smá af fermingapeningunum sínum og er búin að kaupa sér föt í öllum regnboganslitum, orðin algjör skvísa!  Fínt að fá þessi Tips frá þér, sniðugt ráðið með skókassanna.

Bestu kveðjur til allra í fjölskyldunni frá okkur. Nína - Sunnu mamma.

Tips! - Verið velklædd þegar þið komið aftur heim því hér snjóaði aftur í nótt!

Nína Margrét Perry (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 07:29

2 Smámynd: Ásta María H Jensen

Hæ, ég var að sjá þetta blogg. Við vorum að koma frá Orlando. Við vorum ekki með netsamband nema í lobbýinu svo ég nennti ekki að fara. Ég skrifa sögu seinna.  Ég hefði vilja hitta ykkur. Ohh gaman hjá ykkur, sól í dag 30 stig og svo komin í snjóinn.

Ásta María H Jensen, 13.4.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband