14.4.2008 | 15:09
Dagur 10 MAGIC KINGDOM
Orlando - sunnudagur 12. apríl
Í gær þá röltum við göturnar í www.old-town.com og skoðuðum gamla og nýja bíla. Síðan fórum við krakkarnir í götutívolí
sem var þarna líka og lékum okkur í alls kyns leikjum. Tinna Rós var orðin ansi flínk í að kassa froskum í vatn og fannst
henni það æðilslega gaman, hún vann sér inn tvo glimmerbangsa, einn bleikan og annan bláan. Vorum annars komin heim í hús
snemma þar sem stóri dagurinn yrði á morgun!
Vorum vöknuð klukkan 08 í morgun (sunnudag) því nú skyldi haldið af stað í MAGIC KINGDOM þema hjá þeim í ár er "The Year
of a Million Dremas". Þetta var rosalegalegur dagur. Veðrið var svona lala til að byrja með, þungskýjað og fengum á
okkur rigningu en síðan stytti um og veðrið var mjög notalegt það sem lifði af dags, en við fórum heim um 22:00
Þar sem við vorum með "guest assistance card" þá gátum við farið framfyrir allar biðraðir. Þó svo að við kæmum að einhverju
showi þar sem 90 mínútna bið var þá fengum við að fara strax inn, ég held að lengst bið sem við höfum þurft að vera í hafi
verið einhverjar 5-7 mínútur. Þannig að þeir sem eru að fara með fatlaða-/ og eða í hjólastól endilega sækið um forgangs-
passa í Guest Relations básum við inngangin í garðana. Fyrir þá sem eru fullfærir í allt í lífinu geta að vísu líka keypt
svokallaða Fast Pass en ég veit ekki hvað þeir kosta. Verðið í garðinn er 71$ svo endilega kaupið á netinu heima og prentið
út E-miða, svipað ferli og þegar maður kaupir bíómiða á www.midi.is sem við gerum mjög oft. Þegar komið er inn í garðinn
er mjög gott að fá sér kort og lesa sér til um útskýringar á hvað er í boði, ps. líka lesa hvað merkingar á bakvið þýða.
Til dæmis skelltum við mæðgurnar okkar í Splash Mountain! Ég hélt ég myndi deyja, fyrir litlu mig sem ekki hefur farið í
rússibana í 30 ár þá var þetta alveg svakalegt. Svo hefðum við líka nú geta sagt okkur að "splash" þýðir nátturulega bara
splaaaaassssss. En við urðum nú ekkert svo svakalega blautar, rétt rakar en Konni og Jón! það hefði þurft að hengja þá upp
á snúrurnar, hahahah.
Magic Kingdom skiptist í 6 lönd fyrir utan Main Street U.S.A., þau eru Adventureland, Frontierland, Liberty Square,
Fantasyland, Mickey´s Toontown Fair og Tomorrowland. Við náðum að fara í allt sem var í gangi vegna forgangspassans, ef
við hefðum ekki haft hann þá hugsa ég að það tæki 2-3 daga að fara í allt, eins og við höfum heyrt fólk tala um. En athuga
skal að þeir sem eru að fara í Disneyferð til Orlando að hægt er að kaupa í fleiri garða miða samtímis og verður það þá
ódýrara per garð og er þá líka hægt að fara oftar í sama garðinn. Eins og við gerðum í Sea World og Bucsh Garden er þar
gillti miðinn okkar í vikutíma.
Sem betur fer þá ákváðum við að bíða eftir skrúðgöngunni sem hófst klukkan 21. Við sáum fólk vera að safnast saman fyrir
framan KASTALANN og ákváðum að stoppa og spyrja hvað væri í gangi. Við gátum verið alveg við götuna og sáum sko ekki eftir
því þegar gangan byrjaði, þvílíkt ljósashow, vá. Ég held að engin orð fái þessu lýst, þú verður bara að fara og sjá ef
þú ert ekki búin að því nú þegar! Mannfjöldinn á torginu lét 17. júní samkomu á Ingólfsstræti falla sem dropa í hafið.
Það er mjög mikið áreiti í garðinum og mikill hávaði svo takið það með til athugunar fyrir litlu krílin, það er algjör
nauðsyn að vera verð regnhlífarkerru hvort sem þið takið hana með ykkur að heiman eða fáið þær leigðar í görðunum,
frábært að sjá þessi kerrustæði út um allt í görðunum, eins og bílatæði fyrir framan kringluna.
Líka ber að athuga að þeir sem gista á Walt Disney World Resort Hotelum fá mjög góða þjónustu um aðgengi í og úr
görðunum og líka ódýrari miða í garðana.
Eftir þennan heljarinnar "upplifðu barnið í þér" dag þá held ég að hrotur hafi verið í öllum herbergjum fyrir miðnætti.
xxx ;-}
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.