14.4.2008 | 15:16
Dagur 11
Mánudagur til mæðu! nei nei, smá jók. Jæja þá er komið að last minute shopping. Erum á leiðinni í Flordia Mall að eyða síðustu centunum. Það verður gott að koma heim í snjóinn og kuldan og bíða eftir sumrinu. Ég held að ég bloggi ekkert meira fyrr en ég verð komin heim.
Hlakka til að hitta ykkur og takk æðislega fyrir að vera svona dugleg að fylgjast með okkur.
Bestu kveðjur frá Orlandoliðinu, Bryndís, Fjóla, Jón, Tinna og Konni.
ps. Hlakka til að sjá hvað Jaki verður ánægður að sjá mömmu sína!!!! voff voff.
Athugasemdir
Hæ. Það hefur verið mjög gaman og fróðlegt að fá að fylgjast með ykkur í Orlando. Frábært hvað þið náðuð að skoða og gera mikið á stuttum tíma. Við munum kíkja svo í kaffi til ykkar og kynnast betur eftir að þið eruð komin heim. Sunnu hlakkar til að hitta þig aftur Jón. Henni finnst mjög leiðinlegt að hafa misst af símtalinu frá þér, síminn var á silent.
Svo óska ég ykkur góðra ferðar heim.
Bestu kveðjur, Nína - Sunnu mamma.
Nína Margrét Perry (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 17:25
Ég tek undir það, æðislegt að fylgjast með ykkur. Þetta er alveg orðinn hluti af dagrútínunni, kíkja aðeins á Ameríkufarana en núna verður maður að inna sér eitthvað annað til dundurs... kannski maðurfari þá að vinna - í vinnunni...
svafa (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 19:09
Ég hef líka kíkt daglega á bloggið og bíð alltaf spennt eftir næsta degi og nýjum fréttum.
Gott hvað þú ert dugleg að setja inn tips sem nýtast þeim sem eiga eftir að fara út á þessar slóðir.
Hlakka til að heyra í ykkur þegar heim er komið ..nema þið hafið ákveðið að vera lengur svo þú getir haft ofan af fyrir okkur hinum sem erum föst á þessu skeri,með blogginu þínu....hlýnar samt á morgun svo þið komið í vorið..
Kv.Elva
Elva (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 20:24
Oh hvað verður frábært að fá stóru sys aftur heim... er mikið búin að hugsa til þín...
Hefði óskað þess að ég væri með þér.....
Hlakka til að fá ykkur heim í snjóinn......
Bestu kveðjur frá okkur öllum ....
lofendhöggs
Dóra dásamlega og brjálaða fjölskyldan (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.