Ferðalok

Jæja þá er lífið loks komið í fastur skorður aftur. Allir farnir í vinnu og skóla eftir langt frí.  Mánudagurinn og þriðjudagurinn í síðustu viku fóru bara í búðarráp og síðan langt hangs á flugvellinum en við áttum ekki að fljúga fyrr en klukkan 19 á þriðjudagskvöldinu. Við vorum því komin út á flugvöll Sanford klukkan 16 í tékkinn.  Við vorum bara með 11 töskur og eitt reiðhjól!!! Borguðum enga yfirvigt og þurftum að borga 40$ undir hjólið flutningskostnað, okkur fannst það bara vel sloppið því það var búið að segja okkur að það myndi kosta 100$.

Flugið tókst vel, smá hristingur alla leiðina heim. Engin af okkur svaf lengur en kannski klukkutíma og voru því Tinna Rós og Jón búin að vaka í tæpa tvo sólarhringa þegar þau fóru að sofa á miðvikudagskvöldið. Ég fékk því aukafrídag fyrir þau í skólanum á fimmtudeginum því það var alveg sénslaust að vekja þau. Sváfu Þyrnirósasvefni. 

Þegar upp er staðið þá held ég að allir hafi verið mjög ánægðir með ferðina þó svo að þroskafrávik Tinnu Rósar hafi soldið spilað inní og höfum við pabbi hennar rætt það okkar á milli að hún muni njóta svona ferðar enn betur eftir ca. 5 ár.  Því að þrátt fyrir að hennar aldur sé 10 ára þá er andlegur þroski á bilinu 4-6 ára skv. nýlegu mati sem var gert á henni í vor.

Þetta bloggarvesen á mér hefur kveikt í mér að virkja heimasíðusvæði sem ég fékk úthlutað fyrir nokkrum árum síðan og er það því næst á dagskrá að fara að kynna mér heimasíðugerð, mun ég þá hætta að blogga en hafa frekar heimasíðuna "up to date" as þei sei in útlöndum ! Ég mun setja tengil á bloggið inn á heimasíðuna þegar hún verður komin af stað.

Nú ég man ekki eftir neinu öðru í augnablikinu nema ef einhver hefur áhuga á að fá frekari uppls. varðandi þessa Orlandoferð þá er velkomið að hafa samband.  bea@mi.is þetta er ekki mitt privat netfang, heldur aukanetfang sem er fyrir ruslpóst sem ég ath. öðru hverju. Finnst ekki sniðrgt að setja prítvatið á netið.

Samt...... aldrei að vita nema ég bloggi öðru hverju eða setji inn ný ljóð ef andinn kemur yfir mig síst þegar ég á von á. Svo á ég nú fullt að smásögum í handraðanum og uppkast af barnabók, kannski ég slæði því inn svona með hækkandi sól.

Það er ágætt að sumardagurinn fyrsti sé handan við hornið, kannski manni fari þá að hlýna, alla vega er komið nóg af köngulóm á pallinn hjá okkur, svo er önnur ferming hjá okkur næstu helgi en systir hans Konna er að ferma dóttur sína hér fyrir sunnan, nei hættu nú, þetta áttur að vera skrif um ferðalokin en ekki hvað er að gerast á næstunni, þá þarf að byrja á nýju bloggi, já ég veit, hei, nú er ég hætt.

Heyri í ykkur síðar kossar og knús til þeirra sem ég þekki, hinir fá bara blikk (ef þeir eru sætir)o


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Velkomin heim. Ég er enn í skýjunum og reif allt gólfið af húsinu þegar ég lennti á Íslandi. Nú er verið að flísaleggja. Svona er að fara í afslöppun. Það gefur manni kraft.

Ásta María H Jensen, 23.4.2008 kl. 15:50

2 identicon

Gleðilegt sumar og takk fyrir skemmtilegt blogg frá Orlando.

Hafið það sem allra best.

Kær kveðja, Nína Margrét og fjölskylda. (Sunnu fjölskylda)

P.S Vona að Jóni hafi liðið vel í bústaðnum okkar .  

Nína Margrét Perry (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband