28.2.2013 | 14:35
Stóra alheims svindlið!
Maður getur ekki annað en spurt sjálfan sig hvað með allar aðrar matvörur, hvað er verið að bjóða okkur? Hvar stöndum við þegar við getum ekki treyst á það sem stendur á umbúðum matvæla.
Einmitt núna þegar mikil vitundarvakning er að fólk lesi utan á hvað er innihald vörunnar sem þú ætlar að kaupa, við erum að spá í fitumagn, hitaeiningar, ofnæmisvalda, E-efnin og hvað er málið með allt þetta soja í öllu sem viðbótaruppfylling?
Ég veit að alla vega fyrir mína parta þá lýst mér alls ekki vel á stöðu mála. Er þarna kannski komin skýring á öllum þessum ofnæmissjúklingum og sjálfsofnæmi? Eitthvað hlýtur að valda þessu? Samt virðist engin vita hvað veldur.
Er málið ekki bara það að við erum orðin öll stútfull af allsskonar viðbótarsnefilsgerfisojaEefnum.
Ég læt til gamans fylgja skýringu á því hvers vegna ég er hætt að kaupa KJÖTFARS
Mamma, mamma, hvað er í matinn? Hver kannast ekki við þennan söng? Kjötbollur í brúnni sósu eða kjötfars og kál? Svo ég fór og keypti kjötfars en einhverra hluta vegna þá fór það nú svo að ekki var kjötfarsið eldað, sem betur fer segi ég núna. Af hverju?
Jú sjáðu til.: Innihald Svínakjöt 28%, nautakjöt 15, lambakjöt 10% þá ertu komin með kjöt í 53% rúmlega helming, en þá er það líka upptalið, restin er rusl fyrir utan 10% vatn, síðan bætast við þetta 5 E-efni og ýmis mjöl og krydd ásamt SOJApróteini..til hvers í ósköpunum erum við að bæta próteini við kjötið okkar? USA hvað ? Væri ekki nær að hafa þetta bara aðeins meira ekta og minna af gerviefnum?
Alla vega ég tók hluta af farsinu og lét það liggja í sjóðandi heitu vatni og hrærði vel í því til að það myndi leysast upp, síðan kreisti ég vatnið úr og leyfði svo unglingunum mínum að giska hvað þetta væri. Svipurinn bar vott um ógeð og ekki varð það betra þegar ég sagði þeim að þetta jukk sem var eins og blautar tvist tætlur væri kjötfars þá var bara beðið um fisk í matinn.
Verði ykkur að góðu og góðar stundir
Kært verður fyrir blekkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2013 | 16:47
Nýr Herjólfur
Draugaskip rekur í átt til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.1.2013 | 11:23
miklu fyrr....!!!
Réttara væri að segja um 6 ára aldur. Því börn með fötlun fara í svokallað skólamat árið sem þau byrja í fyrsta bekk grunnskóla og eftir það mat eru þau útskrifuð af Greingarstöð ríkisins. Punktur. Síðan gerist ekkert meir. Ef barnið þitt er ekki í talþjálfun eða iðjuþjálfun osfrv. þá er enginn sem fylgir því eftir inn í unglinga- og fullorðinsárin ef foreldri gerir það ekki. Sjálf er ég með fatlað barn sem var "útskrifað" af eftirfylgni fagfólks árið sem hún byrjaði í 6 ára bekk. Hún hefur ekki þurft á neinni utanaðkomandi aðstoð að halda s.s. þjálfun oþh. en ég stóð í sömu sporum með að vita hverjir vitsmunir hennar voru um 12 ára og þegar hún var 5 ára!
Ég fór því fram á e-s greiningu á BUGL og var niðurstaðan þar að hún væri verulega greindarskert en í framhaldi af þeim úrskurði þá hefði átt að senda hennar mál áfram til Greiningarstöðvar ríkisins en það var ekki gert. Svo líða árin og núna er hún að byrja í menntaskóla næsta haust og fyrir minn tilstuðlan þá óskaði ég eftir nýju mati til að það gæti fylgt henni inn í menntaskólakerfið svo hægt væri að óska eftir þeirri þjónustu sem hún kæmi til með að þurfa inn í skólann, þ.e. stuðningi. Eftir það mat kom í ljós að hún er á aldursbilinu 4-6 ára en lífaldur er á 16. ári.
Ég vil einnig koma því á framfæri til foreldra ungra barna með fötlun að þegar stúlkan mín var á leikskóla þá var hún greind þar með ADHD (athyglisbrestur með ofvirkni) en þar sem fagaðilanum þar fannst ekki þörf á "einum stimpli enn" eins og það var orðað, þá var hún ekki skráð í "kerfið" sem einstaklingur með ADHD. Ef það hefði verið gert, þá hefði það hjálpað henni í skólakerfinu því börn með ADHD þurfa mjög hnitmiðaða kennslu og jafnvel stuðning inn í bekk (líka þau ófötluðu með ADHD). Þannig að ef barnið þitt fær einhverja greiningu, láttu þá skrá hana í pappíra barnsins.
Góðar stundir
Er pláss fyrir unga fólkið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2013 | 09:46
að vera í "hættu"
Ný tegund barnaníðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2012 | 10:31
Landsbankinn duglegur að safna....
Bútasaumur - handavinna - föndur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2012 | 12:12
Trampólín veður!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)