Dagur 7

Orlando - fimmtudagur 9. apríl

Guð minn almáttugur hvað ég var þreytt í morgun. Ég held að mér veiti ekki af að fara í frí þegar ég kem heim, alla
vega held ég að ég sé búin að vinna mér inn vikufrí á Spánarströnd - barnlaus - eftir þessa ferð.

Hér voru allir komnir á fætur um 9:30 við Tinna Rós fengum okkur hollan morgunmat, korn og ristað brauð. Konni fékk
sér líka hollan morgunmat, kólestóról fyllt beikon og egg, hann nýtur þess að borða amerískan morgunmat á hverjum
morgni, næstum því. Ég held samt að maður verði að taka fæðuinntöku alvarlega þegar heim er komið, borðum á svo
vitlausum tímum að brennslan er öll í klessu, ég kem til með að sofa með Herbalife dúnkinn undir koddanum (en tekið
er á móti pöntunum og fyrirspurnum á herbal@mi.is - þetta var leynileg auglýsing hahah)

Núna er klukkan orðin 10:15 og krakkarnir eru komnir í sundföt. Vatnsdýnur, boltar og leikföng fylla sundlaugina,
veðrið er gott, sólin skín og laugin er að verða volg, en við létum ekki hita upp fyrir okkur laugina. En þeir sem
eiga eftir að fara út á vegum Vildarbarna, skulu athuga það áður en lagt er af stað en það kostar sérstaklega.

Fjóla Dögg keypti sér matarolíu í gær og er búin að maka sig út í henni því hún prófaði það heima síðasta sumar og
varð eins og skúffukaka á litinn eftir smástund. Spurning hvort verði hægt að steikja egg á henni á eftir.

Við ætlum að taka það rólega í dag. Þar til annað kemur í ljós!!! Frábært að vera orðin fertug og kunna ennþá að leyfa barninu í sér að njóta sín.

Minnir annars að Konni sé að fara með Fjólu Dögg og Jón á mótorhjólasýningu í kvöld, það er ágætt, ég get þá
kannski saumað soldið út, jájá auðvitað tók ég handavinnu með mér, og var ekki einu sinni stoppuð í tollinum!

Svona er þetta alltaf, þegar maður er búin að ákveða eitthvað þá kemur alltaf eitthvað annað uppá.  Konni og Jón
fóru í bíltúr, eitthvað að strákast saman, svo ákvörðunin varð sú að við Fjóla Dögg förum að megashoppast á eftir
í Michales, Outlets og svo langar mig líka til að finna www.joann.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha... já, stundum þarf maður frí - eftir fríið. Ég sé Fjólu Dögg alveg í anda í stóru amerísku búðunum... mein gott... Kringlan er bara eins og kaupmaðurinn á horninu!!

Svafa og co.

Svafa (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:19

2 identicon

Kvitt, kvitt.

Kv. Kolla og co

Kolla (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:41

3 identicon


frábært hjá ykkur. hey ætlarðu þá að koma með okkur til spánar hehe.
GPS er nauðsynlegt hehe vorum við ekki búin að sjá það á því að við rötuðum til ykkar síðast hehe.
Hlakka til að heyra frá ykkur.
skilaðu kveðju og kossum til hinna.

Alma (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:56

4 identicon

Það er sko greinilega meira en nóg að gera hjá þér í fríinu með alla fjölskylduna.  Það er líka fínt fyrir okkur að fá allar þessar upplýsingar því við eigum eftir að fara til Orlando með krakkanna okkar á næsta ári í fermingarferð. Ákváðum  fyrir mörgum árum að fara svona ferð þegar ungarnir væru fermd. Þú ert líka svo dugleg að setja inn linka á alla staðina sem þið heimsækið.

Haldið áfram að skemmta ykkur svona vel og skilið bestu kveðjur til Jóns. Ég er með bloggsíðu hjá www.123.is/ninam  endilega kíktu á hana.

Bestu kveðjur til ykkar í sólinni. Nína - Sunnu mamma.  

Nína Margret (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:27

5 identicon

Æðislegt að vita að allt gengur vel.....

við hjónin erum að far í Hrífunesið að vinnaí húsinu um helgina með labbana.

Amman verður í húsi með litla skollann....

Bestu kveðjur til allra og verslið ekki yfir ykkur ......

Lots of love and kisses.......

Dóra dásamlega og brjálaða fjölskyldan (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband