Dagur 6

Orlando - miðvikudagur 8. apríl - framhald

Vorum komin í Busch Garden klukkan 11 og vorum þar til 19 en garðurinn lokar 19:30. Þar var margt og mikið að sjá,
alls kyns dýr s.s. fílar, flóðhestar, hvítir og svartir nashyrningar, bleikir flammingóar - uppáhaldið hennar
Fjólu Daggar, górilluapar, gíraffar, antilópur, krókódílar, eðlur, hvítir, brúnir og bleikir tígrar - ja kannski
ekki alveg bleikir, en alla vega hvítir og brúnir, þarna voru líka nokkrir Tímonar vinir Pumpa en hann sást hvergi,
ljón, sebrahestar, fuglabúr sem hægt var að labba í gegnum og gátum við þá haldið á fuglunum. 5 rússibanar en Fjóla,
Jón og Konni fóru í tvo þeirra. þarna eru líka tveir vatnsrússibanar og svo er hægt að fara í "riverrafting". 
Þarna er líka Land Drekanna, stórt leiksvæði fyrir þá yngstu sem byggist upp á drekum í öllum regnboganslitum og
heimkynnum þeirra, sullipollar, völundarhús, sandvellir, geggjað leiksvæði fyrir þá yngstu.

Villtumst inn á sjóræningjasýningu sem reyndist vera ansi blaut - þegar upp var staðið - þetta var 4-D - fjórvíddar-
bíó þar sem allir fengu gleraugu. Leikarar í þeirri mynd var hluti af Monthy Phyton hópnum sem við hin "eldri"
þekkjum og gamli lögregluforinginn úr Police Academy myndunum hann hérna Níelsen lék líka í Naked Gun, man ekki fyrra nafnið.
Við fengum á okkur vatnsgusur í öllum stærðum og vindhviður, geggjuð upplifun og doldið blaut, Tinna Rós var ekki hrifin og
faldi sig undir handklæði allan tímann (en mamman hafði verið svo forsjál að taka með tvö risahandklæði í garðinn).

Það er frítt í alla rússibana, því þú ert búin að borga þig inn í garðinn, ólíkt öðrum görðum stundum. En þarna er
mikil tívolistemming, sölu- og leikjabásar útum allt til að plokka af manni pening. Í gegnum garðinn gengur lest
svo hægt er að skoða þónokkuð með því að fara um borð í lestina, við vorum duglega að fara í hana, hægt er að hoppa
um borð og úr á nokkrum stöðum. Einnig er svona loftkláfa-far þar sem maður fær góða yfirsýn yfir staðinn, við fórum
að vísu ekki í hann. Einnig er hægt að kaupa sér sérstaka Safaríferð um garðinn þá ferðast maður um á Land Rover
inn á svæði dýranna en það kostar um 40$ á mann fyrir utan verðið inn í garðinn.

Það er ekki hægt annað en að segja að mannskapurinn hafi verið þreyttur þegar inn í bílinn var komið en þá var hitinn
ennþá 28c + svo hitinn hefur farið vel yfir 35c + yfir daginn. Fórum í  Puplics að versla og vorum komin heim um 22,
því það er 1.5 klst. akstur í garðinn því hann er á Tampa svæðinu.

Hér í Ameríkunni er hægt að ættleiða meira en börn og dýr í útrýmingarhættu. Það er hægt að ættleiða þjóðveg!
Haldið þið að það væri ekki flott ef hægt væri að vera skráður sem ættleiðingarforeldri fyrir Hvalfjarðarveginum,
eða Miklubrautinni! Allt er nú hægt hér.  Brunahananir eru meira að segja bleikir við hraðbrautina.  RV bílar eða
húsbílar eins og við þekkjum þá, eru engin smásmíði hér, eins og 40 feta gámar og svo er lítill bíl tengdur í
beisli fyrir aftan, frábært!  Að ég tali nú ekki um trukkana, engin smá smíði og ljósasjóið á þeim á kvöldin, VÁ,
því hér er komið kolniðamyrkur um 19:30 og skellur það á á einu augnabliki.

Við erum með gps tæki í bílnum www.neverlost.com og hefur það eflaust sparað okkur marga klukkutíma í að villast
ekki. Bráðnauðsynlegt tæki fyrir alla sem ferðast erlendis á bíl og mjög auðvelt að læra á, tekur aðeins nokkrar
mínútur fyrir þá sem eru hvorki haldnir tölvu- né takkafóbíu!

Fengum okkur bara brauð, djús og grænmeti í kvöldmat, engar steikur í dag, við gleymdum eiginlega alveg að
borða í dag!

xxx ;-}


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband