6.4.2008 | 01:31
Dagur 1
Orlando - Laugardagur 5. apríl
Jæja loksins er langþráðum áfanga náð. Við erum komin til Orlando. Fengum ágætis flugveður fyrir utan það
að þegar við vorum komið yfir Washington þá lentum við í þrumveðri svo himnarnir lýstust upp. Krökkunum
fannst æðislegt að sjá þrumurnar í seilingarfjarlægð. Þrumverðrið fylgdi okkur alla leið til Orlando, hægt
að segja að okkur hafi verið tekið með "flugeldasýningu". Við vorum farin að sofa 05 að morgni að íslenskum
tíma og voru þá flest allir búnir að vaka í sólarhring.
Vöknuðum um 10 leytið að amerískum tíma og var veðrið frekar þungskýjað en hlýtt. Krökkunum fannst frábært
hvað vindurinn var hlýr og ofboðslega heitt úti, 25c + ath. í plús, hvað er "heitt" heima núna?
Fórum í búðarþvæling þar sem við höfum ákveðið að fara í skemmtigarða á mánudag, miðvikudag og föstudag.
Fjóla Dögg missti sig yfir öllu úrvalinu af skóm, hún missti sig líka yfir öllum "prom" kjólunum.
Fjóla Dögg er komin til SHOP HEAVEN!
Fjóla Dögg hafði keypt sér sko í Aldo í Kringlunni og var hún stoppuð í einni tískubúðinni og spurð hvar
hægt væri að fá svona skó, hún brosti bara og sagði: In Iceland. hahah
Einnig keypti hún sér belti með ljósaskilti og vakti það mikla lukku þegar hún gekk um göturnar blikkandi
með skilaboðunum "Fjóla Bleika" að vísu er hún búin að setja inn nýjan texta fyrir morgundaginn og er það
"Daddy´s little girl"
Þvældumst á milli búða til að verða sex. Jón og pabbi hans fundu dýrabúð með alls konar kvikindum. Allt
kvikt á milli himins og jarðar, kúl þótti Jóni að sjá eðlur, snáka og Tarantúlu. Við Fjóla Dögg fundum
Michaels art and craft og fórum við inn og út aftur, þessi búð þarf meira en klukkutíma stopp. Keyrðum
upp og niður International Dr. og var margt þar sem gladdi auga strákanna. Fullt af flottum bílum.
Tinna Rós rambaði inn í Disney verslun og keypti sér þar eina Barbie prinsessu og prins. Hún fór líka í
fatabúð og keypti sér kjól og fullt af fötum og hélt fyrir okkur tískusýningu áðan, sneri sér í marga hringi
og setti upp stellingar eins og vön sýningardama.
Fengum smá sýnishorn af veðrinu, sól og hita, ringingu og hita, þrumur, eldingar og hita, ennþá meiri ringingu
svo mikla að göturnar fóru á flot á einu augnabliki. Nú þegar þetta er skrifað er klukkan orðin 20:30 og
himnarnir eru enn að lýsast upp af ógeðslega!!! flottum eldingum, þrumugnýrinn er ógurlegur. Þessi veðurspá
er víst fyrir næstu 4 daga og ætlum við því að nota tímann til að fara á söfn og keyra jafnvel niður til
Kennedy Nasa Space Center og jafnvel upp til Daytona því þar verður veðrið betra. Ég vona samt að við fáum
tækifæri á að fara í a.m.k. einn garð á mánudag eða miðvikudag.
Mér finnst alveg frábært hvað krakkarnir eru heillaðir af stærðinni af öllu hér. Það er gott því þá er
tilganginum náð að gera þau ánægð því þetta er jú þeirra ferð.
Hápunkturinn í lok dagsins var að froskur flassaði á okkur á stofugluggangum og var smá eltingarleikur við
að ná mynd af honum, hann var látinn synda í sundlauginni 800 metrana og var hann þá orðin svo þreyttur að
hann var alveg kjurr þegar hann hoppaði upp á bakkann og var hann þá myndaður í bak og fyrir, frægasti froskur
dagsins.
Þrumukveðjur frá okkur öllum. xxx
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.