14.4.2008 | 15:09
Dagur 10 MAGIC KINGDOM
Orlando - sunnudagur 12. apríl
Í gær þá röltum við göturnar í www.old-town.com og skoðuðum gamla og nýja bíla. Síðan fórum við krakkarnir í götutívolí
sem var þarna líka og lékum okkur í alls kyns leikjum. Tinna Rós var orðin ansi flínk í að kassa froskum í vatn og fannst
henni það æðilslega gaman, hún vann sér inn tvo glimmerbangsa, einn bleikan og annan bláan. Vorum annars komin heim í hús
snemma þar sem stóri dagurinn yrði á morgun!
Vorum vöknuð klukkan 08 í morgun (sunnudag) því nú skyldi haldið af stað í MAGIC KINGDOM þema hjá þeim í ár er "The Year
of a Million Dremas". Þetta var rosalegalegur dagur. Veðrið var svona lala til að byrja með, þungskýjað og fengum á
okkur rigningu en síðan stytti um og veðrið var mjög notalegt það sem lifði af dags, en við fórum heim um 22:00
Þar sem við vorum með "guest assistance card" þá gátum við farið framfyrir allar biðraðir. Þó svo að við kæmum að einhverju
showi þar sem 90 mínútna bið var þá fengum við að fara strax inn, ég held að lengst bið sem við höfum þurft að vera í hafi
verið einhverjar 5-7 mínútur. Þannig að þeir sem eru að fara með fatlaða-/ og eða í hjólastól endilega sækið um forgangs-
passa í Guest Relations básum við inngangin í garðana. Fyrir þá sem eru fullfærir í allt í lífinu geta að vísu líka keypt
svokallaða Fast Pass en ég veit ekki hvað þeir kosta. Verðið í garðinn er 71$ svo endilega kaupið á netinu heima og prentið
út E-miða, svipað ferli og þegar maður kaupir bíómiða á www.midi.is sem við gerum mjög oft. Þegar komið er inn í garðinn
er mjög gott að fá sér kort og lesa sér til um útskýringar á hvað er í boði, ps. líka lesa hvað merkingar á bakvið þýða.
Til dæmis skelltum við mæðgurnar okkar í Splash Mountain! Ég hélt ég myndi deyja, fyrir litlu mig sem ekki hefur farið í
rússibana í 30 ár þá var þetta alveg svakalegt. Svo hefðum við líka nú geta sagt okkur að "splash" þýðir nátturulega bara
splaaaaassssss. En við urðum nú ekkert svo svakalega blautar, rétt rakar en Konni og Jón! það hefði þurft að hengja þá upp
á snúrurnar, hahahah.
Magic Kingdom skiptist í 6 lönd fyrir utan Main Street U.S.A., þau eru Adventureland, Frontierland, Liberty Square,
Fantasyland, Mickey´s Toontown Fair og Tomorrowland. Við náðum að fara í allt sem var í gangi vegna forgangspassans, ef
við hefðum ekki haft hann þá hugsa ég að það tæki 2-3 daga að fara í allt, eins og við höfum heyrt fólk tala um. En athuga
skal að þeir sem eru að fara í Disneyferð til Orlando að hægt er að kaupa í fleiri garða miða samtímis og verður það þá
ódýrara per garð og er þá líka hægt að fara oftar í sama garðinn. Eins og við gerðum í Sea World og Bucsh Garden er þar
gillti miðinn okkar í vikutíma.
Sem betur fer þá ákváðum við að bíða eftir skrúðgöngunni sem hófst klukkan 21. Við sáum fólk vera að safnast saman fyrir
framan KASTALANN og ákváðum að stoppa og spyrja hvað væri í gangi. Við gátum verið alveg við götuna og sáum sko ekki eftir
því þegar gangan byrjaði, þvílíkt ljósashow, vá. Ég held að engin orð fái þessu lýst, þú verður bara að fara og sjá ef
þú ert ekki búin að því nú þegar! Mannfjöldinn á torginu lét 17. júní samkomu á Ingólfsstræti falla sem dropa í hafið.
Það er mjög mikið áreiti í garðinum og mikill hávaði svo takið það með til athugunar fyrir litlu krílin, það er algjör
nauðsyn að vera verð regnhlífarkerru hvort sem þið takið hana með ykkur að heiman eða fáið þær leigðar í görðunum,
frábært að sjá þessi kerrustæði út um allt í görðunum, eins og bílatæði fyrir framan kringluna.
Líka ber að athuga að þeir sem gista á Walt Disney World Resort Hotelum fá mjög góða þjónustu um aðgengi í og úr
görðunum og líka ódýrari miða í garðana.
Eftir þennan heljarinnar "upplifðu barnið í þér" dag þá held ég að hrotur hafi verið í öllum herbergjum fyrir miðnætti.
xxx ;-}
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 16:25
Dagur 9 - gættu að því hvar þú sest!
Orlando - laugardagur 11 apríl
Ég held að ég sé gengin vel upp að hnjám. Þvílíkt verslunarmaraþon í gær. Ég er alla vega búin að sjá það út að við
verðum að kaupa aðra tösku eða tvær. Ég er búin að versla í eina, Fjóla Dögg í eina og ég held að Jón sé að verða
búin að fylla í eina, hann er jú alltaf að kaupa eitthvað handa elskunni sinni. Það er svo gaman að fylgjast með
honum, alltaf að hugsa um Sunnu sína!
Ég hélt í gær að við værum búin með þetta verslunaræði en þá var ákveðið að fara í Wallmart í dag en þangað eigum við eftir
að fara og svo á ég auðvitað eftir að fara í Michaels, ég er að vísu við hliðina á henni á hverjum degi en hún er við
hliðina á Panera kaffihúsinu þar sem ég blogga! halló, hvað er í gangi! farðu þangað inn! Nei held ekki alveg strax
því þá þarf liðið að bíða eftir mér, og þó veit ekki hvað gerist í dag. Alla vega þá ætlum við líka að fara í
www.old-town.com því þar er aftur bílasýning í dag fram á kvöld en Fjóla Dögg og Konni fóru þangað í gærkvöldi en
Jón minn var heima hjá mömmu sinni því hann var alveg búin eftir daginn í gær. Klukkan 11 í gærkvöldi var ennþá 27c+
hiti, fáránlegt, finnst ykkur ekki?
Núna er klukkan að verða hálf-tíu að morgni og liðið ennþá sofandi. Komin tími til að ræsa.
Gættu að því hvar þú sest! Það er ágætt að hafa það á bakvið eyrað í útlandinu. Fór út á verönd í gærkvöldi og ætlaði
að hlamma mér í stólinn "minn" eins og ég er vön að gera, en eitthvað sagði mér að kíkja áður! Var þá ekki kominn annar
froskaprins og töluvert stærri en sá fyrri, o, jæja ég var þá alla vega með félagsskap, ekki amalegt að sitja við
hliðina á prins og hlusta á söng engispretta! Við flest húsin hér í Orlando er búið að setja upp stálgrindarhús og
klæða það með þéttu neti svo stóru pöddurnar komist ekki inn, enda hugsa ég að það yrði mikið um hlaup ef "þyrlu"
flugurnar og engisprettur kæmust inn. Allt í lagi með froskana, þeir eru greinilega gáfaðri en flugurnar því þeir hafa
fundið sér örlítið gat neðst í hurðinni út í garðinn svo borða þeir líka pöddur. Þetta er líka ágætis vörn fyrir því að
litlir stubbar séu ekki að stinga af frá húsinu. Þetta net er líka útivið alla glugga svo að þó maður opni gluggann þá
komast kvikyndin ekki inn, færi frekar leiðinlegt að sitja á prívatinu og þurfa allt í einu að slást við reiðann íkorna!
Það eru nú meiri slagsmálahundarnir og svakalega stríðnir við hvorn annan. Við Tinna Rós fáum yfirleitt íkornabíó yfir
morgunmatnum og er virkilega gaman að sjá hvernig þeir haga sér.
Tinna Rós er orðin nokkuð "sleip" í enskunni, hún segir SKJÚSMÍ og talar svo á fullu við fólkið í búðunum. Svo bablar
hún reiðarinnar bísn á "útlensku" sem er íslenska með fullt af auka- K um og öðrum stöfum. Það er alveg frábært að
hlusta á hana tala. Annars er hún bara hress með allt þetta ráp en fer reglulega ÚT til að hlýja sér. Það finnst mér
alveg frábært því allar verslanir eru svo kaldar - því hver nennir að versla bullandi sveittur. Núna eru þær systur
í fótbolta inni með sundbolta og hlátrasköllinn og skríkirnir í Tinnu eru alveg til að gera mann máttlausan af hlátri.
Á gangingum í húsinu er handklæðaskápur og er svaka sport að fela sig í honum.
Fyrir þá sem eru að bíða eftir myndum en þær skipta hundruðum verða að bíða eftir því að við komum heim því það tekur
svo langann tíma að hlaða þær inn í gegnum netið. Ég verð sennilega í því hlutverki helgina eftir að við komum heim,
vona að þið getið hinkrað þangað til ;-}
Tips! það er mjög gott að halda til haga skókassa (því flestir kaupa sér nú skó í útlandinu) og safna í hann öllu
smádóti sem er keypt, þá er það allt á einum stað en ekki í öllum töskuvösum, kemur líka í veg fyrir að eitthvað
brotni.
Tips! vatn í flöskum frá Puplix er mjög gott heitir Spring Water og einnig vatn sem heitir Crystal Geysir en það fæst
í skvísum, bestu kaupin eru 24 í pakka, enda er það mjög fljótt að klárast, passið bara að vatnið sér "Sodium free".
Tips! mjög gott er að eiga kæliaugnmaskagrímu (við stelpurnar skiljum þetta) því hitinn yfir nóttina veldur því oft
að maður er eins og froskur um augun morguninn eftir ef vökvaflæðið í skrokknum er eitthvað brenglað.
Tips! það er líka mjög gott að eiga Kooling foot gel, myntugel sem gott er að bera á þreytta fætur á kvöldin rétt
fyrir svefninn.
Tips! mjólkin frá Publix með grænum eða bláum tappa er líkust létt- og nýmjólkinni heima á Íslandi. Minutemaid appelsínu-
djúsinn er mjög góður og líkur Trópikana sem fæst heima.
Tips! þeir sem hafa aðgengi að þvottavél þá er þvottaefnið Tide mjög gott og í uppþvottavélar Cascade - kubbar með gljáa
í - ekki taka plastið utanaf, það eyðist sjálfkrafa í þvottinum.
Tips! fyrir reykingafólk þá eru afmarkaðir staðir í öllum görðum og mollum, bannað er að reykja annars staðar. Mér sýnist
að Orlando sé næstum því reyklaus.
Tips! vegatollarnir eru hér og þar, muna að hafa nóg af 25 centum, byrja á því að kaupa eitthvað á flugvellinum þegar
þið lendið, bæði eru Change tollar þar sem maður getur fengið skipt, og körfutollar en þá kastar maður klinki í körfu
og bíður eftir grænu.
Tips! munið eftir bílahleðslutækjum, koma sér vel fyrir gsm og litla DVD spilara. Við höfum keypt þónokkuð af DVD myndum
og er ekkert mál að spila þá í DVD bílaspilara sem við keyptum í Elco heima og svo spyr fartölvan hvort ég vilji skipta um
svæði - reginion - og þá segir maður bara já.
Tips! setjið gamlar ljósmyndir á DVD diska og látið framkalla úti, ef brennari er í tölvunni þá er líka hægt að láta framkalla
það sem búið er að taka úti. Hægt er að fá framköllun í Wallgreens að mig minnir.
Nú er klukkan að verða hádegi og feðgarnir komnir á fætur. Erum farin út.
heyrumst síðar, xxxXXXxxx
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2008 | 22:47
Dagur 8 - the BIG shopping day
Við Fjóla Dögg fórum í Outlet www.primeoutlets.com klukkan 10 í morgun og vorum til klukkan að verða 4 en þá var mamman alveg búin á því. Fjóla Dögg er orðin útskrifuð í verlsunarrölti og mamman er búin að missa sig í fatakaupum á ömmustelpurnar.
Fórum óvart í annað Outlet þegar Konni sótti okkur og versluðum pínulítið þar til viðbótar.
Konni, Jón og Tinna Rós voru á rúntinum í dag á meðan við mæðgurnar shoppuðum okkur til ólífs.
Í kvöld eru Konni, Fjóla og Jón að fara niður í Orlando Old Town (set inn www seinna) að sjá bílasýningu sem er yfirleitt þar á föstudags- og laugardagskvöldum. En í gærkvöldi fóru Konni og Fjóla á mótorhjólasýningu - fíflagangur á mótorhjólum þar sem aðeins var verið að keyra á einu dekki með farþega í ýmsum stellingum. Klikkað show. Jón minn var svo þreyttur að hann var bara heima hjá mömmu og var sofnaður 22:30 ZZZZzzzzz
Held ég láti þetta duga þar til á morgun.
P.s. Eftir gærdaginn þegar Fjóla Dögg fór í olíusólbað þá er hún eins og beikon sem gleymdist á pönnunni........ úps, á æ, á ,æ ó, ó.
Bestu kveðjur Ameríkuhreppi í 32c + hita.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2008 | 18:08
Dagur 7
Orlando - fimmtudagur 9. apríl
Guð minn almáttugur hvað ég var þreytt í morgun. Ég held að mér veiti ekki af að fara í frí þegar ég kem heim, alla
vega held ég að ég sé búin að vinna mér inn vikufrí á Spánarströnd - barnlaus - eftir þessa ferð.
Hér voru allir komnir á fætur um 9:30 við Tinna Rós fengum okkur hollan morgunmat, korn og ristað brauð. Konni fékk
sér líka hollan morgunmat, kólestóról fyllt beikon og egg, hann nýtur þess að borða amerískan morgunmat á hverjum
morgni, næstum því. Ég held samt að maður verði að taka fæðuinntöku alvarlega þegar heim er komið, borðum á svo
vitlausum tímum að brennslan er öll í klessu, ég kem til með að sofa með Herbalife dúnkinn undir koddanum (en tekið
er á móti pöntunum og fyrirspurnum á herbal@mi.is - þetta var leynileg auglýsing hahah)
Núna er klukkan orðin 10:15 og krakkarnir eru komnir í sundföt. Vatnsdýnur, boltar og leikföng fylla sundlaugina,
veðrið er gott, sólin skín og laugin er að verða volg, en við létum ekki hita upp fyrir okkur laugina. En þeir sem
eiga eftir að fara út á vegum Vildarbarna, skulu athuga það áður en lagt er af stað en það kostar sérstaklega.
Fjóla Dögg keypti sér matarolíu í gær og er búin að maka sig út í henni því hún prófaði það heima síðasta sumar og
varð eins og skúffukaka á litinn eftir smástund. Spurning hvort verði hægt að steikja egg á henni á eftir.
Við ætlum að taka það rólega í dag. Þar til annað kemur í ljós!!! Frábært að vera orðin fertug og kunna ennþá að leyfa barninu í sér að njóta sín.
Minnir annars að Konni sé að fara með Fjólu Dögg og Jón á mótorhjólasýningu í kvöld, það er ágætt, ég get þá
kannski saumað soldið út, jájá auðvitað tók ég handavinnu með mér, og var ekki einu sinni stoppuð í tollinum!
Svona er þetta alltaf, þegar maður er búin að ákveða eitthvað þá kemur alltaf eitthvað annað uppá. Konni og Jón
fóru í bíltúr, eitthvað að strákast saman, svo ákvörðunin varð sú að við Fjóla Dögg förum að megashoppast á eftir
í Michales, Outlets og svo langar mig líka til að finna www.joann.com
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.4.2008 | 18:02
Dagur 6
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 13:43
Dagur 5
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)