Dagur 3

Orlando - Mánudagur 7. apríl

Veðrið í morgun lofaði ekki góðu. Hitinn í gærkvöldi datt niður í 19c + en það var samt ekki kalt.  Þrumuveðrið heldur
enn áfram og held ég að besta líkinginn við hljóðið sem kemur er að vera með eyrað niðri við jörðina og hlusta á
hófadyninn á veðreiðum.

Við skelltum okkur því á www.Ponderosa.com og fengum okkur morgunmat, all you can eat! Krökkunum fannst það ótrúlegt að
hægt væri að borða endalaust fyrir nokkra dollara og urðu ennþá meira hissa þegar þjóninn kom og tók glösin þeirra sem
voru rétt orðin hálf og kom með önnur full í staðinn! Tinna Rós hefur haft frekar litla matarlyst eftir að við komum út,
er ennþá hálf lasin og er ég fegin að ég skyldi taka aukaskammt af mixtúru með sem hún er nú farin að taka inn.

Oh my God, ég steingleymdi að segja frá því hvern ég sá á ströndinni í gær, rúntandi um á Hummernum sínum, ljóshærða gæjann
úr Queer eye for the straight guys eða Fab.5 eins og þeir heita víst í dag! Ógesslega kúl mar !!!!

Núh, eftir morgunmatinn var frekar skýjað ennþá svo við fórum á Ripleys safnið, persónulega finnst mér það of dýrt miðað
við hvað það er lítið nýtt af sjá þar. Maður hefur séð svo mikið í sjónvarpinu heima og bókunum.

Oh my God, oh my god, hljómaði frá Fjólu Dögg þegar við gengum út af safninu. Það var komin sól og brakandi hiti. Fengum
okkur smá göngutúr um hverfið. Fyrir utan ein minigolfvöllinn var síki með krókódílum í og voru þeir auðvitað skoðaðir í
bak og fyrir, eftir smá meira labb ákváðum við síðan að skella okkur í Seaworld þar sem veðrið var orðið svona gott.

Það var sko frábær dagur sem við áttum þar. Sáum sýningu sem heitir Believe með háhyrningnum Shamu og vinum hans.
Ekkert smá dramatísk byrjun og kynning á þeirri sýningu. Sýningin var alveg æðisleg og þar sem ég er svo mikil
tilfinningapúki og þetta var allt svo yfirþyrmandi þá sat ég þarna og tárin láku niður, búhú. Það flottast sem ég hef séð,
enda er ég soddan fiskur í mér, fæddist greinilega í röngu stjörnumerki. Sáum risaskjaldbökur, höfrunga, stingskötur,
hákarla, laufdreka, Manatee sem ég held að sé sækýr á íslensku, samt ekki alveg viss,  og margt margt fleira.
Fórum líka á aðra sýningu þarna með höfrungum sem heitir Blue Horizons og var hún heilt leikrit með Amazon páfagaukum,
Condor/hrægammur og mörgum höfrungum. Sú sýning er sko mikið fyrir augað og er algjört must að sjá fyrir þá sem ætla
í Seaworld. Konni komst í náinn kynni við Skallaörn en þá var myndavélin annars staðar.

Við keyptum miðana okkar "on-line" og gilda þeir í Seaworld og Busch Garden. Þeir gilda í 7 daga og er því hægt að fara
daglega í hvorn garð fyrir sig. Ef miðarnir eru keyptir á staðnum þá þarf að fara í "guest service" og láta stimpla miðann
til að hann gildi aftur, þar framvísar maður líka læknisvottorði til að fá forgangspassa í raðir og hægt að fá kerrur
og hjólastóla.

Um sexleytið voru allir orðnir svangir og var þá ákveðið að næra sig fyrir svefninn. Ætluðum að fara á Rainforest Café
og fá okkur kvöldmat en þá var a.m.k. tveggja tíma bið. En halló, við héldum að þetta væri bara veitingastaður niðri í
bæ, en nei, aldeilis ekki. Þetta er heill heimur útaf fyrir sig sem heitir Downtown Disney. Þetta er svona mini útgáfa
af öllu sem tengist Disney. Verslanir og veitingahús. Heilt Lego Lochness skrímsli úti á vatninu, Lego fjölskylda úti
að labba með börn og hundana sína, þetta fannst Jóni alveg frábært. Prinsessu búð sem Tinnu langar að fara í (skrýtið).
Það var því ákveðið að nota tímann "þegar ekkert verður að gera" að fara þangað aftur. Geggjaður staður.

Enduðum á Outback Steakhouse www.outback.com og fengum okkur kvöldverð. Jón fékk sér humarhala, Fjóla og Konni BBQ rifjur,
Tinna hamborgara og ég kjúlla.  Tinna var nú orðin svo þreytt að ég þurfti hreinlega að mata hana.  En............ þegar
við vorum búin að borða og á leiðinni heim þá var nú unga daman búin að hlaða batteríin. Þvílíkt bull, hún þóttist tala
ensku alla leiðina, og "ensku" orðaforðinn hennar er alveg frábær, við gátum ekki annað en hlegið.  Vorum komin heim rétt
fyrir 11, fórum í sturtu og hrotur heyrðust í húsinu rétt fyrir miðnætti. ZZZZZzzzz

Fyrir þá sem vilja fylgjast með fréttum þegar þeir eru hér í Orlando þá er fréttastöðin channel 13 news með nýjustu fréttir,
og er alltaf mikið um að vera, massíf umferðarslys, morð, árásir, og menn sem keyra út í skurði í Gatorland.

Annar er allt gott að frétta af okkur, allir við góða heilsu.!

kveðja, frá Orlando :-}


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæj Sunna hérna :) Gott að þið skemmtið ykkur vel úti , veðrið mætti kanski vera aðeins betra hjá ykkur ;( En veðrið hér er búið að vera fínt , smá sól ;D

En ég hlakka til að fá ykkur heim :) (sakna þín jón) ;**

Bæj ;)

Sunna ýr (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 20:43

2 identicon

Komið þið margblessuð og sæl, kæra fjölskylda. Mamma hennar Sunnu hér.   Hæ Jón minn.  En gaman að geta lesið um ævintýra ferðina ykkar til Orlando og fengið að kynnast ykkur betur í gegnum bloggið. Ég er alltaf að tala um það við Begga, pabba Sunnu, að við verðum að fara að kíkja til ykkar í kaffisopa og spjall svo "tengdóarnir" fari nú loksins að kynnast.  Vildi að veðrið væri betra hjá ykkur en það er vist upplifelsi að kynnast svona svakalegum þrumum og eldingum. Veðrið hér er orðið ansi margbreytilegt, 7 stiga frost á laugardaginn, aðeins hlýrra á sunnudaginn, blautt í gær og rétt áðan snjóaði!

Takk kærlega fyrir skeytið til Sunnu, hún var mjög ánægð að fá það. Fermingardagurinn hennar gekk frábærlega og var allt að óskum þann dag, nema eitt, Jonny boy í ameríkunni.  Sunnu hlakkar mikið til þegar hann kemur loksins heim.  Enda er hann prýðis piltur sem okkur öllum þykir vænt um.

Mun fylgjast með ykkur á hverjum degi á blogginu og hafið það sem allra best í Orlando.

Kær kveðja, Nína Margrét ("tengdó")  

P.s Mjög skemmtilegt bloggið þitt, Bryndís. Þú ert greinilega góður penni. Ljóðin þín eru góð, sérstaklega ljóðið um ástina.

Nína Margret (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband