Dagur 4

Orlando - þriðjudagur 8. apríl

Það voru allir frekar þreyttir í morgun og fórum við því seint af stað. Fengum okkur morgunverð á netkaffihúsinu sem
ég sæki daglega til að senda bloggið. Mjög vinalegt og þægilegt kaffihús www.panera.com Soldið sérstakt að sitja með
tölvuna og borða morgunmatin á meðan netið er skoðað.

Síðan var haldið í mótorhjólabúð þar sem Konni keypti hitt og þetta til að lagfæra hjólið sitt sem hann krassaði
á síðasta ári. Krakkarnir féllu algjörlega fyrir hjóli sem þarna var en því miður kemst það ekki í neina töskuna.
Þau fengu uppls. um mótorhjólasýningu sem þau fara á næsta fimmtudag, þá ætla ég sko að vera heima!
Verðlagning hér er öll án skatts svo maður þarf að bæta skatti ofaná til að fá heildarverð, það finnst mér frekar
skrýtið því ég hefði haldið að allir greiddu skatt, en þetta er kannski svo fólk sé meðvitað um hvað ríkið er að
fá í sinn vasa, kannski að þetta þyrfti að taka upp heima, þá held ég nú að fólk myndi hugsa sig um tvisvar áður
en það keypti vöruna að sjá alla skattaparadísina sem við búum í!

Nú jæja þar sem veðrið var ekkert sérstakt, aftur, þá ákváðum við að fara í Gatorland (krókódílagarð) sem var þarna
rétt hjá, en miðað við aðstæður þar þá fannst okkur hann vera frekar dýr og hættum við enda var farið að rigna pínu
ponsu lítið. Nú voru góð ráð dýr. Hvað skyldi gera, það var því ákveðið að fara í Downtown Disney. Og viti menn um
leið og við leggjum á planinu þar kemur þá ekki sólinn fram úr felum með öllum sínum hita. Það er alveg merkilegt hvað
við erum heppin með að fá sólina þegar við ákveðum að eyða deginum úti. 

Nú við þræddum allar búðir í Downtown og enduðum á að fara í Rainforest cafe www.rainforestcafe.com  Það var
geggjuð upplifun og maturinn æðislegur. Að vísu þoldi Tinna Rós illar gervi þrumurnar og eldingarnar því það er
mjög MIKILL hávaði þarn inni bara svo þeir viti sem langar að fara þangað.

Í heildina séð þá var dagurinn mjög góður þó að Tinna mín þreytist ansi mikið á öllu labbinu en hún tekur það
samt ekki í mál að vera í kerru, finnst það kannski of barnalegt.  Fjóla Dögg og Konni eru í brúnkukeppni en
ég held að Konni sé búin að vinna okkur öll samanlagt, hann þarf nú ekki annað en að sjá mynd af sólinni þá er
hann orðinn kaffibrúnn......

Allir komnir í koju fyrir 11 í kvöld, ætlum snemma af stað í fyrramálið og keyra til Busch Gardens.

Bestu kveðjur xxxXXXxxx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband